Hvernig lokar maður svona bloggi?

september 5th, 2010

Ég nenni þessu ekki :)

Höfuð höfuð

september 9th, 2009

“Höfuð höfuð herðar nær…augu augu”

Gullmoli dagsins

september 3rd, 2009

Eygló búin að borða og stendur upp í stólnum og rembist ægilega.
Klappar svo á bossann og segir “Ég kúka rassi mínum….þetta er tlikkað”

Enska

ágúst 31st, 2009

Eygló fer hratt fram í ensku þessa dagana :)

Dísess skjalfest í orðabókinni.

Svo er mjög “TLIKKAД að róla hratt. En það er jú bara gamalt og rótgróðið íslenskt orð.

Já sæællll..

ágúst 24th, 2009

..er helsta nýyrði litla snillingsins á heimilinu eftir ævintýri sumarsins.

Stöku “fokk” heyrist stundum og ég vona að ég sé bara að heyra eitthvað vitlaust og meiningin sé önnur og gáfulegri.

Önnur orð/setningar
Ka eridda = hvað er þetta
Kar er ? = Hvað er ?
Rumpa = Prumpa
Langar
Komast
Ég vil líka fá
Búna kúka
Komið pínu í beiuna
Langar heim
Langar koma í bílinn
Ég er fyndin

Uppáhalds lög:
Sól sól skín á mig
Spirre virre vip (eða piððeviððevipp)
Gúllí gúllí Ramstamm stamm
Allur matur á að fara

Orðabókin

júlí 23rd, 2009

Stöðugt bætist í orðaforðann
Viðbætur síðustu viku er ma
Eygló
Ásta -> með s-i en ekki bara Átta
Jólaseinn = Jólasveinn
sgítutt = skítugt
subbulegt
subba
koja = afþví við fengum koju í herbergið hans Atla
lyklar breyttist úr glíglí í lyklar

Nýyrði dagsins er lýsingarorðið “Skrælvel”

júlí 7th, 2009

Þegar ég kom á leikskólann að sækja Atla kom hann skoppandi glaður á móti mér og sagði “Mamma ég borðaði alveg skrælvel í dag”.

Vegna þess hversu stoltur hann var af þessum árangri sínum túlka ég það þannig að þetta muni hafa merkinguna að borða mjög vel.

Það sem veltur upp úr þeim stundum :)

Orð dagsins

júní 29th, 2009

er Könguló….

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

júní 21st, 2009

“sofa sofa sonna sonna hættissu læti” segir Eygló við dúkkuna sína og ruggar henni og klappar á bakið. Syngur svo smávegis “sonnarí dúkka sín dæmarí sofa pabbidí lalalí sofarí lalalalalalí” óperutaktar…þögn og kveikir svo á sjónvarpinu.

Update - bókhaldið:
Fórum í 18 (19) mánaða skoðun 22/6
Þyngd: 10.280 g
Lengd: 80 cm
Bara eiginlega alveg eins og Atli sem var 10,2 og 78 í sinni 18.mán skoðun.
Stubbmunda ss á nettu kúrfunni.

Með vökva í eyra, astma og hor og sprautu frestað um viku.

Orðaforðinn með eindæmum góður eins og maður var nú þannig séð búinn að gera sér grein fyrir.
Vinsælustu orðin/setningarnar í dag eru:
Nei
Sonna sonna hættissu
Hættissu mamma
Hættu
Koddu hérna
Leika sér
Krakkarni leika sér
Labba
Blablu=nafli sem er alveg sérstakt áhugamál

Júnímyndir

júní 18th, 2009

Júnímyndir hér.
Sjá upplýsingar um notanda og aðgangsorð á síðunni.