Bumba

20vikurFann þennan fína teljara sem sést á hliðarlínunni á síðunni hjá Magnúsi og Sunnu. Sniðugt. Meðfylgjandi mynd er tekin 21. viku - komin með ístru. Já nú er þetta hálfnað og vel rúmlega það. 18. nóvember er dagurinn.

Sumarfrí byrjar eftir 1 dag. Veit ekki hvort ég get beðið svo lengi……líka alveg týpískt að góða veðrið sem er búið að hrjá landsmenn núna síðustu vikurnar verði akkúrat búið á morgun og það rigni það sem eftir er sumars.

Er þessa stundina að setja inn nýjar myndir á síðurnar hjá krökkunum. Linkar hér til hliðar.

4 Responses to “Bumba”

  1. Sunna Says:

    Glæsileg bumba :)

    Ég verð að segja, verandi með reynslu, að 22 nóvember er fínn dagur. Þá lendir maður nefnilega í 2 stjörnumerkjum, mismunandi eftir því hvar maður les stjörnuspána sína :)

  2. Kristín Says:

    Takk, nú en heppilegt. Haustið er reyndar orðið dáldið crowded í fjölskyldunni. Það er afmælismaraþon frá september fram í lok nóvember. En svona er þetta víst. Erfitt að ráða við þetta. Þetta er bara fengitíminn.

  3. Ása Lára Says:

    ég hef verið valin lélegasti bloggari 2007 og því hef ég ekki verið mikið að fara blogghringinn. Þetta eru því stórar fréttir hér!!! Til hamingju með bumbubúann!
    Rosalega ertu dugleg

  4. Kristín Says:

    Takk

    Já ég tók einmitt þátt í valinu. Ef ég ætti svona marga aðdáendur eins og þú hefði ég sjálfsagt komið til greina líka í kosningunni.

Leave a Reply