Þoli ekki húsbýla og fellihýsi
Ætlaði að vera sniðug í kvöld. Lagði snemma af stað úr sveitinni með krakkana til að koma þeim á skikkanlegum tíma í rúmið til að rugla ekki svefnrútínunni. Ferð sem á venjulegum degi tekur einn og hálfan tíma tók ss tvo og hálfan í dag og þessum auka klukkutíma var eytt á leiðinni frá afleggjaranum að Hellisheiðarvirkjun í bæinn. Skemmtilegt. Að sjálfsögðu sváfu börnin eins og englar þennan auka klukkutíma og kannski rúmlega það. Nú er klukkan að verða 23 og þau liggja vakandi í sitthvoru rúminu og hvorugt getur sofnað. Að öðru leyti var þetta mjög góð helgi í sveitinni. Vatnlaust - bæjarlækurinn uppþornaður og klósettið gekk á vatnsfötuleiðangrum Kára, Elvars og pabba. Hífandi rok og sól á laugardeginum, skýjað að mestu í dag en fór upp í 22 stiga hita. Get ekki beðið eftir að komast í sumarfrí. Ef ég hefði verið í fríi væri ég sko að njóta blíðunnar í sveitinni. Fjarri húsbíla- fellihýsaógeðistraffíkinni á þjóðvegum landsins. Mér finnst það ætti að banna akstur þessara faratækja nema á ákveðnum tímum sólarhringsins ss eftir miðnætti til svona 6 á morgnana. Þá er þetta lið ekki að eyðileggja ferðalögin og svefnrútínuna fyrir okkur hinum.