Gullkorn
Ásta: Mamma þið eruð að fara í brúðkaup á morgun er það ekki.
Ég: Jú við erum að fara í brúðkaup.
Ásta: Hvað er það?
Ég: Það er þegar fólk giftir sig.
Ásta: Haaaa eruð þið að fara að gifta ykkur?
Ég: Nei við erum boðin í brúðkaup en það er annað fólk að fara að gifta sig.
Ásta: Já konungssonurinn bauð Öskubusku í brúðkaup.
Ég: Nei Öskubuska og konungssonurinn giftu sig og buðu vinum sínum í brúðkaupið.
Ásta: Já dvergunum 7!