4 ára

Ásta er orðin 4 ára skvísa og er stolt af því. Næstum því orðin of stór til að láta halda á sér en samt ekki þegar hún er lasin eins og hún er núna. Ásta hélt fína afmælisveislu síðasta laugardag og fékk fullt af fallegum gjöfum. Meðal annars bleikt hjól frá mömmu sinni og pabba. Rosalega fínt og flott og hún getur alveg hjólað á því sjálf.
Ásta 4 ára
Elvar og Atli eru hinsvegar að hugsa um að hætt að hjóla á morgnana þar sem þeir urðu fyrir því óláni að detta í laumuhálku í gær. Engin alvarleg meiðsl sem betur fer. En nú þarf eitthvað að fara að púsla betur saman deginum og sennilegast fara að koma sér fyrr á lappir ef allir eiga að ná að skila sínu.

Leave a Reply