Nokkur orð

Eitthvað eirðarleysi og pirringur að hrjá mig eftir páskafríið. Finnst eins og ég þurfi að gera eitthvað mjög mikilvægt - man ekki hvað það er. Ákvað því að nota tímann í að taka saman nokkur orð sem hafa verið að bætast við orðasafnið hennar Eyglóar síðustu vikurnar. Hún er farin að geta gert sig ágætlega skiljanlega við okkur sem umgöngumst hana mest. Dugleg að læra ný orð og farin að segja önnur skýrar. Er tam búin að ná fullkomnu valdi á nafni bróður síns :)

En hér eru nýjustu orðin (sem ég man eftir):
La la = Lag, tónlist, syngja lag
Atli
Atta = Ásta
Epli
Bussur = Buxur
Bassi = Bangsi
Peysa
Úppa = Úlpa
Ha hetta? = Hvað er þetta?
Haddna = Þarna
Issi = Þessi
Hettur = Hestur
Kúkur
Beij = Bleia/Taubleija
Lúlla = kúra, sofa
kyssa
Kisa
Má = Mjá
Nei
Magi
Innigó = Inniskór
Bíli = Bíll
Hausi = Haus
Bla bla = bra bra = önd
Sita = Setjast/sitja
Koddu = Komdu
Moka
Góbbla = Skófla
Lutta = sulta
súsa = sósa
bitta = brettu upp ermarnar mínar
butta = bursta tennur
Búi = Búin að borða
Laddi = Læti
Sonna = Svona
Sjé = Sjáðu
Óliiiii óliiii = Óli skans

Og fyrst ég er byrjuð á ‘dagbók barnsins’ eina ferðina enn þá er ég komin í skuld við tannadagbókina. Það hefur hrúgast einhver slatti af tönnum upp í barnið síðustu vikur/mánuði. Skal telja þær við fyrsta tækifæri.

Eygló orðin hin mesta klifurmús og áhættufrík. Hleypur sófana þvera og endilanga af mestu snilld og notar hvert tækifæri til að setjast eins utarlega á ystu brún og hægt er. Prílar þar sem hægt er að príla. Vona að hún sleppi ósködduð í gegnum þetta tímabil. Það hefur gengið býsna vel hingað til.

Reyni svo að setja inn myndir við tækifæri. Bara alltaf nóg að gera á bænum og nú þegar vorið er loksins komið notar maður tímann frekar í að næla sér í nokkrar freknur. Eða hvað….

Leave a Reply