Eygló 1 árs í dag!

Þá er músin mín orðin 1 árs.
Eygló 1.árs
Þarna er hún nývöknuð og sæt við morgunverðarborðið einhverntíma í vikunni. Hún nældi sér í tvær tennur í gær. Þær voru í neðri góm, augntennur. Það var nú alveg kominn tími á að það færi eitthvað að gerast í þessum málum. Markmið vikunnar er að læra að ganga í stífum skóm en það hefur verið að valda henni vandræðum í útiverunni hjá Ólöfu dagmömmu. Henni finnst kuldaskór glatað fyrirbæri og algjör móðgun að vera sett í þá. Stendur bara grafkyrr þar til hún frýs við jörðina eða þá Ólöf smellir henni í mjúku robeez stígvélin.
Annað fréttnæmt er að Atli tók sig til og hætti með bleiu síðustu helgi. Langþráðu markmiði náð með nýjum aðferðum. Veit ekki hvort okkar er ánægðara, ég eða Atli. Hann er allavega alveg í skýjunum með þetta - og skapið léttara.

One Response to “Eygló 1 árs í dag!”

  1. Björg Ýr Says:

    Til hamingju með litlu músina :) Hún er alltaf jafn sæt..

    Og er ekki líka hægt að segja til hamingju með Atla! :D

Leave a Reply