11 mánaða

Þá er hún litla mín orðin 11 mánaða og gott betur. Gat ekkert skrifað á réttum tíma sökum þess að verið var að færa vefinn yfir á nýjan og betri server. En nú hef ég enga afsökun. Best að taka status fyrir bókhaldið.
Prakkaramús í baði
Tennur: Ennþá bara 8 tennur en það lítur út fyrir að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim efnum bráðlega.
Skapgerð: Alveg yndisleg, brosmild og kát alltaf hreint og soldill prakkari. Hörkutól sem lætur ekki vaða yfir sig. Það lærir maður þegar maður á eldri systkini.
Orð: Nú eru mamma og pabbi og datt alveg komin á hreint - Mjög skýr og svo mjög skemmtilegt “dojdojdojdoj”, “núnúnúnúnú”, “dúbídúbídúbí” , “dædædædúdúdú” og fleira í þeim dúr.
Hreyfing: Labbar um allt, mjög stöðug og er farin að spretta úr spori. Prílar soldið mikið.
Aðaláhugamál: Uppþvottavélin, prentarinn, þvottavélin, skúffur og skápar, fjarstýringar og símar.
Matur: Algjör mathákur og borðar nánast allt og yfirleitt meira en systkini sín.
Svefn: Sefur í 3-4 tíma á daginn en vesenast dáldið á nóttunni. Frekar þreytandi, en fyrirgefst alltaf þegar hún setur upp sparibrosið sitt (sjá mynd) og knúsar mann :)

Svo erum við búin að læra um vírus-sjúkdóm sem heitir “Hand, foot and mouth disease” upp á enskuna og ég ætla ekkert að vera að setja íslensku þýðinguna hér enda er hún ferlega ljót. En Eygló er ss búin að prófa þennan vírus og massaði hann alveg hreint án þess að verða nokkuð lasin. Fékk blöðrur á tærnar og fingurnar og aðeins kringum munninn, svaf kannski örlítið illa á nóttunni en að öðru leiti alveg eldspræk og var ekkert að taka sér veikindafrí.

One Response to “11 mánaða”

  1. Sigrun Hreinsdottir Says:

    Ha, thessi virus var lika a deildinni hja Ara fyrir nokkrum manudum en Ari slapp alveg vid hann.

Leave a Reply