Ógeð?

Ég stenst bara ekki mátið. Vona að þetta særi ekki blygðunarkennd þeirra fáu sem detta hérna inn.

Áður en við Atli lögðum af stað í morgun fór ég á klósettið eins og gengur. Atli kemur inn til mín meðan ég sit þar og verður starsýnt á ákveðinn líkamshluta, bendir og segir: “Hvað er þetta ógeð….hvað er þetta svarta?” Ég næ að halda niðri í mér hlátrinum enda örlítið móðguð yfir þessum viðbrögðum og svara: “Þetta er hár.” Hann lítur upp á hárið á hausnum á mér, aftur niður og spyr: “Datt það af hausnum á þér?”

5 Responses to “Ógeð?”

  1. Björg Ýr Says:

    haha góður!.. minnir mig á það sem Bergþóra sagði við mig um sama líkamshlut “mamma er með gras….” ..

  2. Sunna Says:

    Hahhaha, góður þessi.

    Þetta minnir mig á eina litla sem benti á miðjuna á pabba sínum sem var að koma úr sturtu og sagði “pabbi, þú ert með kúk!”

  3. Björg Ýr Says:

    hahaha.. þessi var langbestur!

  4. Álfheiður Says:

    Hehehehehe

  5. Ólafía Says:

    Soldið sein…en ég og Bjössi grenjuðum úr hlátri! :-D

Leave a Reply