Molar

Atli lærir ýmislegt af stóru systur sinni, ma slæmt orðbragð. Um daginn var Elvar að skipta á honum og Atli ekki í góðu skapi og sagði MJÖG alvarlegur í bragði “Annars sný ég upp á hendina á þér” og mundaði sig eitthvað við að snúa upp á hendina á pabba sínum. Þegar því var lokið sagði hann jafnalvarlegur “Ég beyglaði hendina á þér.”

Þegar við fórum til Danmerkur í júlí var búið að vera mikil spenna í gangi fyrir því að fara í Lególand. Ásta á Atlas sem sýnir mynd af Legókubb ofan á kortinu af Jótlandi. Í flugvélinni á leiðinni þegar fór að sjást í land út um gluggann hrópaði Ásta í miklum æsingi “ÉG SÁ DANMÖRKU ÉG SÁ LEGÓKUBB”.

Leave a Reply