Tannálfurinn enn á ferð

Nú streyma tennurnar fram í góminn á Eygló hver á eftir annarri - engin miskunn. Tvær í síðustu viku og nú glittir í aðra framtönn í efri góm. Hér er gefinn stíll fyrir nóttina á hverju kvöldi til að tryggja einhvern svefn. Reyndar kom í ljós eftir læknisheimsókn á mánudag að það var ekki bara tannálfurinn sem var að halda fyrir okkur vöku heldur var eyrnapúkinn kominn á stjá aftur eftir stutt hlé. Nú erum við sumsé komin með pensillínskammt nr 2. Þessi kúr er ekki bara sterkari lyfjafræðilega séð heldur er hann lengri og bragðVERRI. Reyndar er þetta svo vont að það er eiginlega alveg ómögulegt að koma þessu niður, sama hvaða brögðum er beitt.
Tönnslur
En tannakortið lítur svona út í dag. Bláa tönnin alveg rétt að springa fram og þessi græna ennþá rétt sýnileg - hefur ekkert breyst frá því hún gæðist út.

Leave a Reply