Mojito-piparminturáðgátan leyst

Piparmynta Ég er búin að vera með piparmintu á heilanum í ca tvö ár. Eitthvað hefur ræktun á rétta afbrigðinu verið að vefjast fyrir mér. Afleggjarinn sem ég fékk bjó til brúnan en samt mjög bragðgóðan Mojito. Ástæðan er sú að blöðin á mintunni er rauðleit en ekki græn eins og mintan sem maður kaupir úti í búð. Þrátt fyrir gott bragð er bara eitthvað ógirnilegt við brúnan Mojito. Þetta leit soldið út eins og ég hefði fyllt glösin í næsta drullupolli og skellt út í hann limesneið og klökum. Svo leitin mikla hófst að grænu afbrigði af piparmintu. Eftir að hafa spurst fyrir, googlað, flett bókum og stolið afleggjurum út um borg og bý komst ég að því að þessi piparminta sem ég er búin að eiga í allan þennan tíma er auðvitað rétta mintan. Rauði liturinn kemur afþví að láta hana vaxa úti. Ef ég skelli henni í pott innandyra verður hún græn ef maður skellir henni inn í góðan hita verður hún víst allt öðruvísi. Soldið eins og Kameljón bara ha hahaha. En sumsé svo maður skelli sér í fræðilegri málefni þá er rétta mintan í Mojito, Piparminta eða Mentha Piperita. “Hin” mintan sem er í boði er Spearmint eða Mentha Spicata. Það eru svo alveg milljón mismunandi afbrigði af þessu en þessi íslenska rauða sæta minta vex eins og illgresi og lítið þarf fyrir henni að hafa og auðvelt að taka afleggara. Best að rækta hana í potti því annars dreifir hún sér um allt. Svo má auðvitað líka nota piparmintuna í fleira eins og td raita-sósu með indverskum mat, eða mintute sem er mjög heilsusamlegt. Minta ku vera allra meltingarmeina bót, dregur úr krömpum og magaverkjum. Og já ég las það í Matarástinni hennar Nönnu að mintan er ekki með y. Hún skrifast með i, y laumaðist inn vegna einhverra dönskuáhrifa.

Þar hafið þið það.

2 Responses to “Mojito-piparminturáðgátan leyst”

  1. Björg Ýr Says:

    Hlakka ýkt til að fá smakk af alvöru mojito hjá þér :D

  2. Sunna Says:

    mmm, nú langar mig í mojito!

Leave a Reply