Myndir myndir myndir

Nýjar myndir á heimasíðum Ástu, Atla og Eyglóar. Annars er það helst í fréttum að Ásta var útskrifuð af leikskólanum Fífusölum með hæstu einkunn :D Þessu var fagnað með kökuáti og djúsþambi við mikið fjölmenni í matsal leikskólans.
Framkvæmdir á þessum gríðarstóra garði sem fylgir húseigninni okkar eru komnar á lokastig. Grindverkið nánast tilbúið, blómabeðið klárt, jarðarberjabeð komið ofan í jörð en reyndar án jarðarberja og sandkassinn kominn í notkun. Mikil gleði með þetta og konan á efri hæðinni alveg að missa sig yfir því hvað ég á duglegann eiginmann. Ef hún væri 20 árum yngri myndi ég kannski fara að hafa áhyggjur af þessum áhuga hennar.

Leave a Reply