Tanntaka

Tönn
Það eru fleiri en smábarnið að taka tennur þessa dagana. Ásta komin með nýjan jaxl (fullorðinsjaxl) og tvær fullorðins-framtennur. Samt þráast önnur barnaframtönninn eitthvað við svo hún er með tvær tennur á sama stað. Barnatönnin reyndar orðin MJÖG laus en heldur hún geti gert eitthvað gagn áfram.

Update 15. apríl:
Og nú er þriðja tönnin komin hjá Eygló. Það er hin framtönnin niðri.

Update 19. apríl:
Barnatönnin hennar Ástu gaf sig loks og bíður þess nú að tannálfurinn mæti á svæðið og kaupi hana.

Leave a Reply