Brún táfýla

Við Atli erum í forstofunni á leikskólanum að klæða hann í. Hann horfir á skónna sína og segir:
“Það er kúkafýla í skónum mínum”
Ég: “Kúkafýla? Nei. Er ekki bara táfýla í þeim.”
Atli kíkir ofan í skónna: “Já það er táfýla. Ég sé hana.”
Ég: “Hvernig er hún á litin?”
Atli: “Hún er brún á litin. Viltu hella henni úr?”
Svo helli ég táfýlunni úr og klæði hann í skónna.

Leave a Reply