Ásta hetja

Ásta fór í 5 ára skoðun á heilsugæsluna í dag og stóð sig eins og hetja. Heyrðist ekki múkk í henni þegar hún fékk sprautuna enda búin að hlakka til að fara í þessa skoðun síðan fyrir jól. Það hefur tognað heilmikið úr henni síðan í þriggja og hálfs árs skoðuninni en svo hefur hún ekki þyngst nema um rúmt kíló. Hún er því aðallega búin að eyða kröftunum í að lengjast en samsvarar sér alveg ágætlega. Mikið óskaplega væri það nú gott ef það sama ætti við um mig. Svo sér hún eins vel og hún væri 6 ára en þau eru víst nokkuð fjarsýn á þessum aldri (sem ég vissi ekki). Sumsé alveg eldhraust og klár stelpa en það kemur nú engum á óvart.

Leave a Reply