Atli mamma
Nú er heldur að rofa til á heimilinu. Atli er skárri í skapinu og farinn að sína skemmtilega mömmutakta mér til mikillar undrunar og ánægju. Ã gær átti hann rólega stund með Baby Born dúkkunni hennar Ástu sem hét þá litla Eygló og gaf henni brjóst og snuð, skipti um bleiu og svæfði hana í vagninum.
Ég sé því fram á bjartari tíma framundan og hver veit nema jólaskapið komi þrátt fyrir allt.
Eygló fær heimsókn frá Fjólu hjúkrunarkonu á morgun í 4 vikna mælingu. Ari ætlar að fá að smella sér á vigtina í leiðinni. Það ríkir mikil spenna á fá að heyra kílóatöluna. Komið veðmál í gang.