Fleiri nóvembermyndir

Setti nóvemberalbúm inn á síðurnar hjá Ástu og Atla í dag, ma myndir frá afmælinu hennar Ástu. Bætti líka nokkrum í albúmið hjá Eygló. Desembermyndir svo væntanlegar á næstunni.

Eygló dafnar annars mjög vel og er að þyngjast alveg ótrúlega vel. Var orðin 3840 grömm á föstudaginn (15 daga gömul). Hún hefur hingað til sofið mjög vel á nóttunni. Er að vakna rétt undir morgun kl 6-8 fer aðeins eftir því hvenær við förum að sofa. Í gærkvöldi byrjaði hún að sýna einhverja smá kveisutakta og hefur verið soldið erfið núna seinni partinn. Vona að þetta sé nú bara eitthvað tilfallandi - kannski vaxtarkippur - vona það. Okkur finnst við alveg hafa fengið okkar skerf af kveisubörnum. Atli er búinn að eiga dáldið erfitt síðustu vikuna. Það er eitthvað sambland af þessari nýjustu viðbót við fjölskylduna og svo er hann búinn að vera hálfslappur, með kvef og exem og svo fékk hann hita í nótt en virðist vera hressari í dag.

Annars þá er Elvar á leiðinni út í rokið núna að koma bílnum í skjól. Það er svo hvasst hérna hjá okkur að bíllinn er við það að hreyfast í verstu hviðunum. Forstofan okkar er full af vatni þar sem veðrið stendur beint upp á hurðina. Svo er svo mikill undirþrýstingur í íbúðinni að maður fær hellu fyrir eyrun í hviðunum þegar maður er inni í þvottahúsi :S

One Response to “Fleiri nóvembermyndir”

  1. Ása Lára Says:

    kæra fjölskylda, innilega til hamingju með þessa myndarlegu dömu. Jibbý, nú eru stelpurnar fleiri í fjölskyldunni og geta ráðið öllu ;o)
    bestu kveðjur frá okkur öllum í Garðabænum

Leave a Reply