Atli leikskólastrákur
Nú er Atli byrjaður á leikskólanum hennar Ástu, Fífusölum. Aðlögunin í síðustu viku gekk svona líka vel, eins og hann hefði aldrei gert annað. Greinilega meira en tilbúinn að byrja á leikskóla þó Ólöf dagmamma hafi verið alveg frábær í alla staði. Atli þurfti ekkert á Elvari að halda á aðlögunartímanum. Hljóp sjálfur inn á deild á undan Elvari og fór strax að leika sér, enginn grátur og ekkert vesen. Svo byrjar fyrsta heila vikan auðvitað á veikindum en hann hristir það örugglega fljótt af sér af sér enda svo spennandi að fá að fara í leikskólann á morgnana samferða Ástu.