5 ára
Hún Ásta er 5 ára í dag (eða gær reyndar klukkan orðin svona margt). Vaknaði eldhress og sýndi mér hvað fæturnir og hendurnar hefðu lengst mikið um nóttina. Svo fann hún risastóran pakka inni á borði hjá sér þegar hún kveikti ljósið en í honum reyndust vera allskyns lækningatól fyrir hressa krakka. Frammi í stofu beið svo pakki frá Atla sem geymdi skemmtilegt föndurdót. Til tilbreytingar skelltum við okkur öll saman í kvöldmat á eðalveitingastaðinn McDonalds, við mikinn fögnuð, enda rómaður fyrir skemmtileg barnabox og leiksvæði. Það var ánægð 5 ára stelpa sem lagðist á koddan í kvöld og ekki varð ánægjan minni þegar dyrabjallan hringdi um hálf tíu leytið og í dyrunum stóð pósturinn með afmælispakka alla leið frá Ameríku, fjarstýrðan jeppatrukk sem verður prufukeyrður strax eftir leikskóla á morgun. Afmælisveislurnar verða svo haldnar á sunnudaginn, ein fyrir leikskólastelpurnar og ein fyrir fjölskylduna.
nóvember 2nd, 2007 at 10:24 e.h.
til hamingju með daginn stóra stelpa