Óumbeðin hreinskilni

Í morgun við morgunverðarborðið sagði Ásta eftirfarandi við móður sína.
Mamma þú ert með stóra bumbu” svo horfði hún á eftir mömmu sinni þegar hún fór að ná í mjólk í ísskápinn og sagði “þú ert líka með stóran rass…..fær maður stóran rass þegar maður er með barn í maganum?

6 Responses to “Óumbeðin hreinskilni”

  1. Hafrún Ásta úr sundinu Says:

    Já þessi börn eru frábær og hreinskilim segja bara nákvæmlega það sem þau eru að hugsa. Sjáumst í sundi á morgun.

  2. Sigrún Jónsdóttir Says:

    Frábært komment frá henni! Það er nú gott að vera hreinskilin við mömmu sína, þó svo að sé nú óþarfa hreinskilni:) Vona að þú hafir það gott Kristín, sjáumst svo fljótlega í saumó. Þú ættir að ná allavega einum áður en barn númer þrjú mætir á svæðið…

  3. Brynja í sundi Says:

    Ég segi nú altaf að maður verður að bæta á rassinn líka svo maður haldi balans. Annar myndum við bara detta framm fyrir okkur. En það er kannski óþarfi að núa því manni um nasir :)

  4. Kristín Says:

    Þetta er reyndar ágætis útskýring handa 5 ára barni. Nota hana pottþétt ef hún spyr mig að þessu aftur :D

  5. Karólína ex bumba Says:

    Ummm, sætt…. en til hamingju með snúlluna, bara orðin 5 ára. Þú ert ekkert með stóran rass, hann er bara stór í augum Ástu, enda er hún með svo stór augu!!!

  6. Hanna Dóra Says:

    Erhmmm….já hreinskilin en algjör misskilningur samt. Rassinn ekkert stór :)
    Til hamingju með afmælisstelpuna!

Leave a Reply