Afmæliskorn
Svona í tilefni af afmælunum okkar Atla í dag og á þriðjudaginn hrundu gullkornin af henni Ástu:
Þegar hún kveikti á sjónvarpinu í morgun til að horfa á barnaefnið gólaði hún: “Ó nei þetta eru Stubbarnir og þeir eru á röngunni!” Ég lá inni í rúmi og velti fyrir mér hvað hún væri að meina og þá kom Elvar emjandi af hlátri inní herbergi. Hún hafði ss óvart kveikt á Stöð 2 sem við borgum ekki fyrir og var þal rugluð!
Þegar síðustu gestirnir voru farnir eftir afmælisveisluna fór hún á klósettið og sagði í leiðinni “Ohh ég er svo fín ég er næstum því bara ástfangin af sjálfri mér!”
september 5th, 2007 at 6:56 f.h.
Hahha, en það krútt
og til hamingju með afmælin!