Ágústmyndir

september 22nd, 2007

Ágústmyndir komnar í albúmin hjá Ástu og Atla.
Og já eitt gullkorn frá Atla. Við Atli fórum í Sorpu á Dalvegi í dag og þegar við vorum að keyra fram hjá MacDonalds, sem hann hefur aldrei nokkurn tímann komið inn á, gólaði hann “Hey Dónnad” og aftur það sama á leiðinni til baka. Þarna trúi ég að sumir séu að herma eftir stóru systur. Vissi bara ekki að hann tæki svona vel eftir.

Ari Zweck

september 20th, 2007

Ari sæti frændi er fæddur.
Hann fæddist mánudaginn 17 .september kl 19:25 í Tucson Arizona.
Hann var 3850 grömm og 53.5 cm.

Ari
Sigrún og Ari nýfæddur

Ari
Ari kominn heim í nýju vögguna sína

Fleiri myndir

Afmæliskorn

september 2nd, 2007

Svona í tilefni af afmælunum okkar Atla í dag og á þriðjudaginn hrundu gullkornin af henni Ástu:

Þegar hún kveikti á sjónvarpinu í morgun til að horfa á barnaefnið gólaði hún: “Ó nei þetta eru Stubbarnir og þeir eru á röngunni!” Ég lá inni í rúmi og velti fyrir mér hvað hún væri að meina og þá kom Elvar emjandi af hlátri inní herbergi. Hún hafði ss óvart kveikt á Stöð 2 sem við borgum ekki fyrir og var þal rugluð!

Þegar síðustu gestirnir voru farnir eftir afmælisveisluna fór hún á klósettið og sagði í leiðinni “Ohh ég er svo fín ég er næstum því bara ástfangin af sjálfri mér!”