Læsingar

janúar 28th, 2007

Access deniedÉg er að tilraunast með aðgangsorð á albúmin. Veit ekki hvort ég eigi að vera að læsa þessum albúmum. Ég meina, eins og Björg vinkona segir: “ef einhver nennir að skoða fjölskyldumyndir frá einhverjum sem hann þekkir ekki baun þá bara gjörusvovel”.

Allavega ef þið eruð beðin um lykilorð þá á almennt að gilda að notandanafnið er ‘gestur’ og aðgangsorðið er nafnið á götunni sem við búum í.

Sem sagt allt eftir kúnstarinnar reglum um flækjustig lykilorða.

Einhver albúm geta þó verið læstari og þá er bara að senda mér línu eða komment og panta aðgangsorð. Ég vil taka það fram að eftir 3 rangar tilraunir þá bráðnar lyklaborðið hjá ykkur svo það er vissara að fara varlega.