Hringtorg

maí 18th, 2008

Öll fjölskyldan í bílnum að leggja af stað í sveitina. Ég eitthvað að pirrast í Elvari á bílbeltinu hennar Ástu sem er snúið.
Þá heyrist úr aftursætinu “Ég veit afhverju beltið mitt er svona snúið. Það er afþví við erum búin að keyra í svo mörg hringtorg!”

Einmitt það já.

Nýjar myndir

maí 1st, 2008

Nýjar apríl myndir af okkur öllum. Tenglar eru hérna til hægri :)
Saman gaman

..og eitt gullkorn líka: :D

Ásta á klósettinu að gera nr 2. Hrópar: “Ég er BÚÚÚÚÚÚIIIIIN”
Atli tekur sprettinn inn á klósett og hrópar á móti “ÉG KEM AÐ GEEEIIINA ÞIG!”

Brún táfýla

apríl 8th, 2008

Við Atli erum í forstofunni á leikskólanum að klæða hann í. Hann horfir á skónna sína og segir:
“Það er kúkafýla í skónum mínum”
Ég: “Kúkafýla? Nei. Er ekki bara táfýla í þeim.”
Atli kíkir ofan í skónna: “Já það er táfýla. Ég sé hana.”
Ég: “Hvernig er hún á litin?”
Atli: “Hún er brún á litin. Viltu hella henni úr?”
Svo helli ég táfýlunni úr og klæði hann í skónna.

Tippahugleiðingar

mars 28th, 2008

“Bíllinn er ekki með tippi” sagði Atli þegar við vorum að keyra eftir Grensásveginum í vikunni.
Ég: “Nei…en sumir bílstjórar eru með tippi. Ég er samt ekki með tippi.”
Atli: “Nei þú ert með klobba.”
Atli: “Pabbi er með tippi.”
Ég: “Já pabbi er með tippi.”
Atli: “Pabbi er með stóran tippi.”
Ég: “Ert þú líka með stórt tippi.”
Atli: “Ég er með lítinn tippi.”

Óumbeðin hreinskilni

október 3rd, 2007

Í morgun við morgunverðarborðið sagði Ásta eftirfarandi við móður sína.
Mamma þú ert með stóra bumbu” svo horfði hún á eftir mömmu sinni þegar hún fór að ná í mjólk í ísskápinn og sagði “þú ert líka með stóran rass…..fær maður stóran rass þegar maður er með barn í maganum?

Ágústmyndir

september 22nd, 2007

Ágústmyndir komnar í albúmin hjá Ástu og Atla.
Og já eitt gullkorn frá Atla. Við Atli fórum í Sorpu á Dalvegi í dag og þegar við vorum að keyra fram hjá MacDonalds, sem hann hefur aldrei nokkurn tímann komið inn á, gólaði hann “Hey Dónnad” og aftur það sama á leiðinni til baka. Þarna trúi ég að sumir séu að herma eftir stóru systur. Vissi bara ekki að hann tæki svona vel eftir.

Afmæliskorn

september 2nd, 2007

Svona í tilefni af afmælunum okkar Atla í dag og á þriðjudaginn hrundu gullkornin af henni Ástu:

Þegar hún kveikti á sjónvarpinu í morgun til að horfa á barnaefnið gólaði hún: “Ó nei þetta eru Stubbarnir og þeir eru á röngunni!” Ég lá inni í rúmi og velti fyrir mér hvað hún væri að meina og þá kom Elvar emjandi af hlátri inní herbergi. Hún hafði ss óvart kveikt á Stöð 2 sem við borgum ekki fyrir og var þal rugluð!

Þegar síðustu gestirnir voru farnir eftir afmælisveisluna fór hún á klósettið og sagði í leiðinni “Ohh ég er svo fín ég er næstum því bara ástfangin af sjálfri mér!”

Gullkorn

mars 30th, 2007

Ásta: Mamma þið eruð að fara í brúðkaup á morgun er það ekki.
Ég: Jú við erum að fara í brúðkaup.
Ásta: Hvað er það?
Ég: Það er þegar fólk giftir sig.
Ásta: Haaaa eruð þið að fara að gifta ykkur?
Ég: Nei við erum boðin í brúðkaup en það er annað fólk að fara að gifta sig.
Ásta: Já konungssonurinn bauð Öskubusku í brúðkaup.
Ég: Nei Öskubuska og konungssonurinn giftu sig og buðu vinum sínum í brúðkaupið.
Ásta: Já dvergunum 7!

Ævintýraheimur Ástu

nóvember 22nd, 2006

Ásta: “Mamma hvað heitir vinurinn hennar Sigrúnar aftur?”
Ég: “Hann heitir Chris og hann er maðurinn hennar.”
Ásta hissa: “Ha?”
Ég: “Já, þau eru hjón, þau eru búin að gifta sig.”
Ásta: “Er Chris þá kóngurinn?”

Meltingarkerfið

apríl 24th, 2006

Ég lenti í því skemmtilega hlutverki að útskýra meltingarkerfið fyrir henni Ástu um helgina.  Eftir að hafa spurt hana einhverntíma út í hvort pissublaðran hennar væri að springa spurði hún mig í gær að því hvort hún væri með kúkablöðru.  Ég sagði svo ekki vera og útskýrði hvernig kerfið virkar í einfölduðu máli enda þekki ég þetta vel (Líffræði mannslíkamans eitt af því skemmtilegasta sem ég lærði í MH)  Ég sagði henni að maturinn færi í gegnum slöngu sem héti vélinda efst við hálsinn og svo væri maginn eins og hrærivél sem byggi til deig úr matnum og svo færi allt gumsið í þarmana og svo bara beint niður í rassinn.  Á leiðinni skaut ég því auðvitað að að til þess að fá ekki illt í magann mætti maður ekki stífla slönguna og það gerði maður með því að borða fjölbreyttan mat og mikið af grænmeti og drekka mikið af vatni.  Það þurfti ekki að bíða eftir áhrifum þessarar kennslustundar.  Ásta raðaði í sig grænmeti með öllum máltíðum gærdagsins og borðaði vel af öllu.  Þegar hún var búin að klára brauðsneiðina sína með lifrarkæfunni sem hún fékk í hádegismat stóð hún upp og sagði: “Ég ætla að fara að kúka brauðinu”.