Gullmoli dagsins

september 3rd, 2009

Eygló búin að borða og stendur upp í stólnum og rembist ægilega.
Klappar svo á bossann og segir “Ég kúka rassi mínum….þetta er tlikkað”

Nýyrði dagsins er lýsingarorðið “Skrælvel”

júlí 7th, 2009

Þegar ég kom á leikskólann að sækja Atla kom hann skoppandi glaður á móti mér og sagði “Mamma ég borðaði alveg skrælvel í dag”.

Vegna þess hversu stoltur hann var af þessum árangri sínum túlka ég það þannig að þetta muni hafa merkinguna að borða mjög vel.

Það sem veltur upp úr þeim stundum :)

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

júní 21st, 2009

“sofa sofa sonna sonna hættissu læti” segir Eygló við dúkkuna sína og ruggar henni og klappar á bakið. Syngur svo smávegis “sonnarí dúkka sín dæmarí sofa pabbidí lalalí sofarí lalalalalalí” óperutaktar…þögn og kveikir svo á sjónvarpinu.

Update - bókhaldið:
Fórum í 18 (19) mánaða skoðun 22/6
Þyngd: 10.280 g
Lengd: 80 cm
Bara eiginlega alveg eins og Atli sem var 10,2 og 78 í sinni 18.mán skoðun.
Stubbmunda ss á nettu kúrfunni.

Með vökva í eyra, astma og hor og sprautu frestað um viku.

Orðaforðinn með eindæmum góður eins og maður var nú þannig séð búinn að gera sér grein fyrir.
Vinsælustu orðin/setningarnar í dag eru:
Nei
Sonna sonna hættissu
Hættissu mamma
Hættu
Koddu hérna
Leika sér
Krakkarni leika sér
Labba
Blablu=nafli sem er alveg sérstakt áhugamál

Stóri koddinn

maí 4th, 2009

Atli kom fram í stofu eftir að hafa verið farinn að sofa og sagðist ekki geta sofnað.
Atli: “Mamma hvar sefur þú?”
Ég: “Ég sef í rúminu mínu.”
Atli: “En hvar sefur pabbi?”
Ég: “Hann sefur í sínu rúmi, sama rúmi og mamma.”
Atli: “Það geta líka tveir sofið í mínu rúmi afþví ég á svo stóran kodda.”
Ég: “Á ég þá að koma og kúra aðeins hjá þér?”
Atli: “Jáhhh :)”

Nei

apríl 20th, 2009

Eygló með geðveika kúkafýlu.

Ég: “Ertu búin að kúka Eygló?”
Eygló (hristir ákaft hausinn): “Nei”.
Ég: “Á ég að kíkja í bleiuna þína?”
Eygló: “Nei”.
Ég “Ertu alveg viss?”
Eygló: “Nei”.
Ég: “Á ég þá að kíkja í bleiuna þína?”
Eygló: “Nei”

Skaup molar

janúar 4th, 2009

Atli fékk að fara í tölvuna í dag. Var að teikna í Paint. Ásta kom að skoða hvað hann væri að gera og hann sagði “sjáðu ég var að teikna Fokking Fokk.

Þetta kemur út úr því að leyfa krökkunum að horfa með sér á Áramótaskaupið.

Ógeð?

október 2nd, 2008

Ég stenst bara ekki mátið. Vona að þetta særi ekki blygðunarkennd þeirra fáu sem detta hérna inn.

Áður en við Atli lögðum af stað í morgun fór ég á klósettið eins og gengur. Atli kemur inn til mín meðan ég sit þar og verður starsýnt á ákveðinn líkamshluta, bendir og segir: “Hvað er þetta ógeð….hvað er þetta svarta?” Ég næ að halda niðri í mér hlátrinum enda örlítið móðguð yfir þessum viðbrögðum og svara: “Þetta er hár.” Hann lítur upp á hárið á hausnum á mér, aftur niður og spyr: “Datt það af hausnum á þér?”

Nokkrir góðir

ágúst 21st, 2008

Atli: “Mamma þú mátt ekki snerta bláu sögina, aþþí hún er svo hættuleg.”
Atli: “Pabbi má snerta hana aþþí hann er fullorðinn.”
Ég: “En ég er líka fullorðin.”
Atli: “Nei þú ert bara smákrakki!”

Þegar Atli fær ekki það sem hann vill segir hann gjarnan: “Þá ert þú leiðinlegst í öllum heiminum!”

“Það má skjóta gæsir aþþí þær eru óféti!” sagði Atli þegar hann reyndi að skilja afhverju pabbi hans var að skipuleggja gæsaveiði haustins.

“Þetta er jarðskjálfasvæði” sagði Atli og leit út á bílaplanið fyrir framan húsið.

Molar

ágúst 7th, 2008

Atli lærir ýmislegt af stóru systur sinni, ma slæmt orðbragð. Um daginn var Elvar að skipta á honum og Atli ekki í góðu skapi og sagði MJÖG alvarlegur í bragði “Annars sný ég upp á hendina á þér” og mundaði sig eitthvað við að snúa upp á hendina á pabba sínum. Þegar því var lokið sagði hann jafnalvarlegur “Ég beyglaði hendina á þér.”

Þegar við fórum til Danmerkur í júlí var búið að vera mikil spenna í gangi fyrir því að fara í Lególand. Ásta á Atlas sem sýnir mynd af Legókubb ofan á kortinu af Jótlandi. Í flugvélinni á leiðinni þegar fór að sjást í land út um gluggann hrópaði Ásta í miklum æsingi “ÉG SÁ DANMÖRKU ÉG SÁ LEGÓKUBB”.

Barnalán

júní 25th, 2008

Mamman með ungana þrjá við kvöldverðarborðið. Pabbinn fjarri góðu gamni.
Ásta: “Mamma er ekki gaman að eiga svona mörg börn?”
Ég: “Jú það er voðalega gaman yfirleitt.”
Ásta: “En það er nú stundum svolítið erfitt að eiga við okkur.”
Ég: “Já það getur verið það stundum.”
Ásta: “Mamma hennar Silju á fjögur börn og hún segir að það sé erfitt að eiga við þau.”