Svefnleysi, eyrnabólgur, álpappír og tönn nr 4

júní 11th, 2008

Tönn nr 4Það er ekki hátt á manni risið þessa dagana. Eftir viku af svefnlitlum nóttum vegna eyrnabólgu, tanntöku, almennra horpesta og miðnætursólar, ruslaði ég álpappír í báða gluggana á svefnherberginu okkar. Nú er maður loksins hættur að reyna að slökkva á slökktum ljósum en er í staðinn í vandræðum með að finna hvar á að stinga verkjastílnum. Vekjaraklukkan var grafin undan ruslinu en hennar hefur ekki verið þörf í lengri tíma.
En hún svaf loksins í nótt litla ljósið okkar en þá tók ekki betra við. Lítill stúfur laumaðist inn í herbergið um miðja nótt með “illt í eyra” og þá var úti um meiri hvíld þá nóttina. En tönninn er komin, í efri góm í þetta skiptið, framtönn hægra megin við miðju. Alveg glæsileg tönn og hárbeitt.

Brún táfýla

apríl 8th, 2008

Við Atli erum í forstofunni á leikskólanum að klæða hann í. Hann horfir á skónna sína og segir:
“Það er kúkafýla í skónum mínum”
Ég: “Kúkafýla? Nei. Er ekki bara táfýla í þeim.”
Atli kíkir ofan í skónna: “Já það er táfýla. Ég sé hana.”
Ég: “Hvernig er hún á litin?”
Atli: “Hún er brún á litin. Viltu hella henni úr?”
Svo helli ég táfýlunni úr og klæði hann í skónna.

Tippahugleiðingar

mars 28th, 2008

“Bíllinn er ekki með tippi” sagði Atli þegar við vorum að keyra eftir Grensásveginum í vikunni.
Ég: “Nei…en sumir bílstjórar eru með tippi. Ég er samt ekki með tippi.”
Atli: “Nei þú ert með klobba.”
Atli: “Pabbi er með tippi.”
Ég: “Já pabbi er með tippi.”
Atli: “Pabbi er með stóran tippi.”
Ég: “Ert þú líka með stórt tippi.”
Atli: “Ég er með lítinn tippi.”

4 mánaða samanburður :)

mars 21st, 2008

Svipurinn leynir sér nú ekki þrátt fyrir mismunandi holdafar :)

Ásta 4 mán Ásta
Atli 4 mán Atli
Eygló 4 mán Eygló

Stóri bróðir

febrúar 20th, 2008

Atli og Eygló

9 vikna

janúar 23rd, 2008

Eygló fór í 9 vikna skoðun í morgun:

Þyngd: 5030 grömm
Lengd: 58,5
Höfuðmál 39,6

Ég gerði mér ekki grein fyrir að hún hefði sett eitthvað megrunar-áramótaheit en ég ætla að snúa því við. Við viljum nú amk bæta á hana 100 grömmum á viku.

Atli greyið búinn að vera mikið lasinn með háan hita og hósta en er nú eitthvað aðeins að skána. Hann er allavega vakandi í dag og er að horfa á Latabæ.

Fleiri nóvembermyndir

desember 10th, 2007

Setti nóvemberalbúm inn á síðurnar hjá Ástu og Atla í dag, ma myndir frá afmælinu hennar Ástu. Bætti líka nokkrum í albúmið hjá Eygló. Desembermyndir svo væntanlegar á næstunni.

Eygló dafnar annars mjög vel og er að þyngjast alveg ótrúlega vel. Var orðin 3840 grömm á föstudaginn (15 daga gömul). Hún hefur hingað til sofið mjög vel á nóttunni. Er að vakna rétt undir morgun kl 6-8 fer aðeins eftir því hvenær við förum að sofa. Í gærkvöldi byrjaði hún að sýna einhverja smá kveisutakta og hefur verið soldið erfið núna seinni partinn. Vona að þetta sé nú bara eitthvað tilfallandi - kannski vaxtarkippur - vona það. Okkur finnst við alveg hafa fengið okkar skerf af kveisubörnum. Atli er búinn að eiga dáldið erfitt síðustu vikuna. Það er eitthvað sambland af þessari nýjustu viðbót við fjölskylduna og svo er hann búinn að vera hálfslappur, með kvef og exem og svo fékk hann hita í nótt en virðist vera hressari í dag.

Annars þá er Elvar á leiðinni út í rokið núna að koma bílnum í skjól. Það er svo hvasst hérna hjá okkur að bíllinn er við það að hreyfast í verstu hviðunum. Forstofan okkar er full af vatni þar sem veðrið stendur beint upp á hurðina. Svo er svo mikill undirþrýstingur í íbúðinni að maður fær hellu fyrir eyrun í hviðunum þegar maður er inni í þvottahúsi :S

Atli leikskólastrákur

desember 10th, 2007

Nú er Atli byrjaður á leikskólanum hennar Ástu, Fífusölum. Aðlögunin í síðustu viku gekk svona líka vel, eins og hann hefði aldrei gert annað. Greinilega meira en tilbúinn að byrja á leikskóla þó Ólöf dagmamma hafi verið alveg frábær í alla staði. Atli þurfti ekkert á Elvari að halda á aðlögunartímanum. Hljóp sjálfur inn á deild á undan Elvari og fór strax að leika sér, enginn grátur og ekkert vesen. Svo byrjar fyrsta heila vikan auðvitað á veikindum en hann hristir það örugglega fljótt af sér af sér enda svo spennandi að fá að fara í leikskólann á morgnana samferða Ástu.

Nýjar myndir

nóvember 11th, 2007

Októberalbúm komin á heimasíðurnar hjá Ástu og Atla.

Nýjar myndir

október 29th, 2007

Búin að gera upp septemberalbúmin. Tenglar hér hægra megin.