Svefnleysi, eyrnabólgur, álpappír og tönn nr 4
júní 11th, 2008Það er ekki hátt á manni risið þessa dagana. Eftir viku af svefnlitlum nóttum vegna eyrnabólgu, tanntöku, almennra horpesta og miðnætursólar, ruslaði ég álpappír í báða gluggana á svefnherberginu okkar. Nú er maður loksins hættur að reyna að slökkva á slökktum ljósum en er í staðinn í vandræðum með að finna hvar á að stinga verkjastílnum. Vekjaraklukkan var grafin undan ruslinu en hennar hefur ekki verið þörf í lengri tíma.
En hún svaf loksins í nótt litla ljósið okkar en þá tók ekki betra við. Lítill stúfur laumaðist inn í herbergið um miðja nótt með “illt í eyra” og þá var úti um meiri hvíld þá nóttina. En tönninn er komin, í efri góm í þetta skiptið, framtönn hægra megin við miðju. Alveg glæsileg tönn og hárbeitt.