Nýjar myndir og nýr Atli

febrúar 28th, 2007

Ég er búin að uppfæra albúmin hjá krökkunum. Komnar janúarmyndir. Húrra. Þar inn á milli eru myndir af nýja frændanum Katrínar og Júlíussyni.

Ég er búin að vera gríðarlega upptekin núna síðan í desember við að sinna skæruliðanum Atla sem hefur verið gjörsamlega óþolandi af einhverjum óskilgreindum orsökum. Kannski bara plain frekja, kannski tannverkur, kannski eyrnaverkur! Who knows. Það hefur ekki einfaldað hlutina að hann talar ósköp lítið ennþá og getur ekki gert sig skiljanlegan með nokkru móti. Við erum ss búin að eiga mjög erfitt hérna. Lítið sofið og mikill pirringur og þreyta búin að vera að safnast upp eftir margar vikur af samfelldum grenjufrekjuköstum. Ég var verulega farin að íhuga einhversskonar sálfræðiaðstoð eða námskeið í barnauppeldi. Svo bara allt í einu ákvað minn maður að snúa við blaðinu. Vaknaði á mánudagsmorgun nýr maður, hress og kátur og er frekar í hláturskasti þessa dagana en frekjukasti. Alveg hreint merkileg þessi börn. Í leiðinni ákvað hann að taka sig á og æfa sig meira að tala í stað þess að baula og öskra og það eru farin að myndast ný og skemmtileg orð. “Gott” og “Rusl” eru vinsælustu orðin í dag. Nú er 18 mánaða læknisskoðunin að nálgast og ég er spennt að sjá hvort hann sé ekki búinn að ná sér á strik í holdafari. Hann hefur allavega þyngst töluvert síðustu mánuðina.

Nýjar myndir

nóvember 24th, 2006

Komnar nýjar september og október myndir á heimasíður krakkanna. Þetta var frekar erfið fæðing hjá mér þar sem ég er komin með nýja útgáfu af ACDSee og þurfti að laga aðeins vefsíðuna sem það sprautar út úr sér. Nú ættu næstu albúm að verða auðveldari. Tenglar á síðurnar hér til hliðar.

Ævintýraheimur Ástu

nóvember 22nd, 2006

Ásta: “Mamma hvað heitir vinurinn hennar Sigrúnar aftur?”
Ég: “Hann heitir Chris og hann er maðurinn hennar.”
Ásta hissa: “Ha?”
Ég: “Já, þau eru hjón, þau eru búin að gifta sig.”
Ásta: “Er Chris þá kóngurinn?”

4 ára

nóvember 2nd, 2006

Ásta er orðin 4 ára skvísa og er stolt af því. Næstum því orðin of stór til að láta halda á sér en samt ekki þegar hún er lasin eins og hún er núna. Ásta hélt fína afmælisveislu síðasta laugardag og fékk fullt af fallegum gjöfum. Meðal annars bleikt hjól frá mömmu sinni og pabba. Rosalega fínt og flott og hún getur alveg hjólað á því sjálf.
Ásta 4 ára
Elvar og Atli eru hinsvegar að hugsa um að hætt að hjóla á morgnana þar sem þeir urðu fyrir því óláni að detta í laumuhálku í gær. Engin alvarleg meiðsl sem betur fer. En nú þarf eitthvað að fara að púsla betur saman deginum og sennilegast fara að koma sér fyrr á lappir ef allir eiga að ná að skila sínu.

Fullt

október 2nd, 2006

Atli kominn með tönn nr 7, vinstri framtönn í neðri góm. Hann er líka orðinn mjög duglegur að labba og í ofanálag búin að uppgötva hvað vísifingurinn fer vel í nös. Svo er Ásta búin að fara í fyrsta ballettímann sinn og var rosalega ánægð.

Nýjar myndir

september 16th, 2006

Það tókst loksins.

Stútfull ágústalbúm á síðunum hjá Ástu og Atla.

Myndir og veikindi

ágúst 18th, 2006

Setti ný albúm á síðurnar hjá krökkunum, júlímyndir.  Við Atli verðum annars ein í kotinu um helgina þar sem Atli náði sér svæsna eyrnabólgusýkingu í vikunni með miklum hita og leiðindum.  Ásta og Elvar fóru í sveitina að smíða.

4 tennur

júlí 25th, 2006

Fjórða tönnin vogaði sér loksins út úr tannholdinu eftir að hafa setið rétt undir yfirborðinu og fylgst með hinum þremur í nokkurn tíma.  Nú er tanngarðurinn að verða simmetrískur aftur þó svo stærðarmunurinn á tönn 3 og 4 sé ennþá dáldið mikill.  Þetta var sumsé ein af framtönnunum í efri góm.  Atli fagnaði þessu með því að brýna tönnina vel svo sargaði í.  Ekki fyrir viðkvæm eyru.  Nú vantar bara framtennurnar tvær í miðjunni til að fylla skarðið.

Við erum annars búin að hafa það ósköp notalegt síðustu vikuna í fríi í sumarbústaðnum í einstöku sumarveðri.  Atli hefur ekki orðið fyrir teljandi skakkaföllum eins og í byrjun sumarfrísins.  Ég var rétt aðeins farin að efast um hæfi mitt sem foreldri.

Svo lærði Atli líka að klappa í sveitinni.  En hann gerir það mest bara svona prívat og sjaldan eftir pöntun.  Eins og t.d. þegar hann er að fara að sofa eða þegar hann er búinn að borða og þess háttar.

Eins og flestir strákar virðist hann hafa sterkann áhuga fyrir hávaðasömum tækjum eins og ryksugum, sláttuvélum og þvottavélum (jess) og hermir eftir hljóðunum með miklum alvörusvip.

Nú er Ásta byrjuð í leikskólanum aftur eftir sumarfrí og Elvar komin í fæðingarorlof með Atla þar sem dagmamman er í sumarfríi.  Ásta flyst yfir á eldri deild núna í næstu viku og það verður sko spennó.

Jæja nóg í bili.

Fleiri júnímyndir

júlí 13th, 2006

Bætti við fleiri myndum í júníalbúm krakkanna.

Nýjar myndir

júní 12th, 2006

Nýjar júnímyndir af fallegustu börnum jarðarinnar komnar í albúmin hérna til hliðar.