Nýjar myndir og nýr Atli
febrúar 28th, 2007Ég er búin að uppfæra albúmin hjá krökkunum. Komnar janúarmyndir. Húrra. Þar inn á milli eru myndir af nýja frændanum Katrínar og Júlíussyni.
Ég er búin að vera gríðarlega upptekin núna síðan í desember við að sinna skæruliðanum Atla sem hefur verið gjörsamlega óþolandi af einhverjum óskilgreindum orsökum. Kannski bara plain frekja, kannski tannverkur, kannski eyrnaverkur! Who knows. Það hefur ekki einfaldað hlutina að hann talar ósköp lítið ennþá og getur ekki gert sig skiljanlegan með nokkru móti. Við erum ss búin að eiga mjög erfitt hérna. Lítið sofið og mikill pirringur og þreyta búin að vera að safnast upp eftir margar vikur af samfelldum grenjufrekjuköstum. Ég var verulega farin að íhuga einhversskonar sálfræðiaðstoð eða námskeið í barnauppeldi. Svo bara allt í einu ákvað minn maður að snúa við blaðinu. Vaknaði á mánudagsmorgun nýr maður, hress og kátur og er frekar í hláturskasti þessa dagana en frekjukasti. Alveg hreint merkileg þessi börn. Ã leiðinni ákvað hann að taka sig á og æfa sig meira að tala í stað þess að baula og öskra og það eru farin að myndast ný og skemmtileg orð. “Gott” og “Rusl” eru vinsælustu orðin í dag. Nú er 18 mánaða læknisskoðunin að nálgast og ég er spennt að sjá hvort hann sé ekki búinn að ná sér á strik í holdafari. Hann hefur allavega þyngst töluvert síðustu mánuðina.