Tannlaus

júní 2nd, 2009

Skarðið stækkar og stækkar:
Fyrri tönnin
Fyrri fór 15. maí og borgaði tannálfurinn 5 10kalla fyrir góssið.
Seinni tönnin
Seinni fór 2. júní og spurning hvað tannálfurinn greiðir fyrir hana….verðbólga og svoleiðis….

Og meðan tennurnar hrynja úr Ástu stendur Eygló í stað með sínar 16 tennur.
Eygló sveitamær

Stóra stelpan mín

febrúar 21st, 2009

Barnalán

júní 25th, 2008

Mamman með ungana þrjá við kvöldverðarborðið. Pabbinn fjarri góðu gamni.
Ásta: “Mamma er ekki gaman að eiga svona mörg börn?”
Ég: “Jú það er voðalega gaman yfirleitt.”
Ásta: “En það er nú stundum svolítið erfitt að eiga við okkur.”
Ég: “Já það getur verið það stundum.”
Ásta: “Mamma hennar Silju á fjögur börn og hún segir að það sé erfitt að eiga við þau.”

Myndir myndir myndir

júní 17th, 2008

Nýjar myndir á heimasíðum Ástu, Atla og Eyglóar. Annars er það helst í fréttum að Ásta var útskrifuð af leikskólanum Fífusölum með hæstu einkunn :D Þessu var fagnað með kökuáti og djúsþambi við mikið fjölmenni í matsal leikskólans.
Framkvæmdir á þessum gríðarstóra garði sem fylgir húseigninni okkar eru komnar á lokastig. Grindverkið nánast tilbúið, blómabeðið klárt, jarðarberjabeð komið ofan í jörð en reyndar án jarðarberja og sandkassinn kominn í notkun. Mikil gleði með þetta og konan á efri hæðinni alveg að missa sig yfir því hvað ég á duglegann eiginmann. Ef hún væri 20 árum yngri myndi ég kannski fara að hafa áhyggjur af þessum áhuga hennar.

Hringtorg

maí 18th, 2008

Öll fjölskyldan í bílnum að leggja af stað í sveitina. Ég eitthvað að pirrast í Elvari á bílbeltinu hennar Ástu sem er snúið.
Þá heyrist úr aftursætinu “Ég veit afhverju beltið mitt er svona snúið. Það er afþví við erum búin að keyra í svo mörg hringtorg!”

Einmitt það já.

Tanntaka

apríl 13th, 2008

Tönn
Það eru fleiri en smábarnið að taka tennur þessa dagana. Ásta komin með nýjan jaxl (fullorðinsjaxl) og tvær fullorðins-framtennur. Samt þráast önnur barnaframtönninn eitthvað við svo hún er með tvær tennur á sama stað. Barnatönnin reyndar orðin MJÖG laus en heldur hún geti gert eitthvað gagn áfram.

Update 15. apríl:
Og nú er þriðja tönnin komin hjá Eygló. Það er hin framtönnin niðri.

Update 19. apríl:
Barnatönnin hennar Ástu gaf sig loks og bíður þess nú að tannálfurinn mæti á svæðið og kaupi hana.

4 mánaða samanburður :)

mars 21st, 2008

Svipurinn leynir sér nú ekki þrátt fyrir mismunandi holdafar :)

Ásta 4 mán Ásta
Atli 4 mán Atli
Eygló 4 mán Eygló

Stóra systir

febrúar 23rd, 2008

Ásta og Eygló

Ásta hetja

janúar 14th, 2008

Ásta fór í 5 ára skoðun á heilsugæsluna í dag og stóð sig eins og hetja. Heyrðist ekki múkk í henni þegar hún fékk sprautuna enda búin að hlakka til að fara í þessa skoðun síðan fyrir jól. Það hefur tognað heilmikið úr henni síðan í þriggja og hálfs árs skoðuninni en svo hefur hún ekki þyngst nema um rúmt kíló. Hún er því aðallega búin að eyða kröftunum í að lengjast en samsvarar sér alveg ágætlega. Mikið óskaplega væri það nú gott ef það sama ætti við um mig. Svo sér hún eins vel og hún væri 6 ára en þau eru víst nokkuð fjarsýn á þessum aldri (sem ég vissi ekki). Sumsé alveg eldhraust og klár stelpa en það kemur nú engum á óvart.

Fleiri nóvembermyndir

desember 10th, 2007

Setti nóvemberalbúm inn á síðurnar hjá Ástu og Atla í dag, ma myndir frá afmælinu hennar Ástu. Bætti líka nokkrum í albúmið hjá Eygló. Desembermyndir svo væntanlegar á næstunni.

Eygló dafnar annars mjög vel og er að þyngjast alveg ótrúlega vel. Var orðin 3840 grömm á föstudaginn (15 daga gömul). Hún hefur hingað til sofið mjög vel á nóttunni. Er að vakna rétt undir morgun kl 6-8 fer aðeins eftir því hvenær við förum að sofa. Í gærkvöldi byrjaði hún að sýna einhverja smá kveisutakta og hefur verið soldið erfið núna seinni partinn. Vona að þetta sé nú bara eitthvað tilfallandi - kannski vaxtarkippur - vona það. Okkur finnst við alveg hafa fengið okkar skerf af kveisubörnum. Atli er búinn að eiga dáldið erfitt síðustu vikuna. Það er eitthvað sambland af þessari nýjustu viðbót við fjölskylduna og svo er hann búinn að vera hálfslappur, með kvef og exem og svo fékk hann hita í nótt en virðist vera hressari í dag.

Annars þá er Elvar á leiðinni út í rokið núna að koma bílnum í skjól. Það er svo hvasst hérna hjá okkur að bíllinn er við það að hreyfast í verstu hviðunum. Forstofan okkar er full af vatni þar sem veðrið stendur beint upp á hurðina. Svo er svo mikill undirþrýstingur í íbúðinni að maður fær hellu fyrir eyrun í hviðunum þegar maður er inni í þvottahúsi :S