Jóla
desember 23rd, 2008Kalkúninn að þiðna í ísskápnum.
Allir komnir í jólafrí.
Með bauga niðrá tær af því litla skottið hélt það væri kominn dagur klukkan 2 í nótt!!!!!
Hvað gefur maður litla skotti í jólagjöf?
Þetta reddast.
Gleðileg jól
Jólin koma
desember 15th, 2008Keypti Kalkún í Nettó í gær. Ekki laust við að það hafi komið smá jólastemming í mig við þetta uppátæki.
Nú þarf ég bara að fá réttu uppskriftina svo jólin verði fullkomin.
Allar hugmyndir vel þegnar.
Af öðru er það að frétta að litla músin okkar er búin að vera sárlasin núna í tæpa viku, með sýkingu í hálsi, augum og kinnum með tilheyrandi hósta, hor og astma og við troðum í hana allskyns lyfjum til að vinna á þessu. Hún er ekkert farin að skána enn en pensillínkúrinn byrjaði í dag svo við sjáum hvað setur. Vonandi að allir verði frískir um jólin.
Æskudraumur rætist
desember 1st, 2008Fyrsta piparkökuhúsið.
Í næstu útgáfu (eftir ár) verður hugað betur að hugtakinu hornrétt.
Mamma sextug
nóvember 14th, 2008Mikið á ég merkilega mömmu. Birtist alveg heil grein um hana í mogganum í dag í tilefni dagsins.
Greinin
Í TILEFNI sextugsafmælis síns hefur Sigurbjörg Gísladóttir það náðugt í Portúgal með eiginmanni sínum, Hreini Hjartarsyni. „Við erum búin að vera hér í litlum bæ sem heitir Cascais og ætlum yfir til Lissabon að skoða borgina,“ segir Sigurbjörg um hvernig hún ætli að verja afmælisdeginum. Hún segir yndislegt veður vera í Portúgal, glampandi sól og heiðskíran himinn með hæfilegri golu svo ekki verði of heitt.
Aðspurð segist Sigurbjörg eiga of marga eftirminnilega afmælisdaga svo erfitt sé að nefna einn sérstakan. „Ég hef gjarnan verið í góðum félagsskap með vinum og vandamönnum á þessum dögum,“ segir hún en hvað mikil veisluhöld varðar segist Sigurbjörg hafa haldið ansi myndarlega veislu þegar hún varð fimmtug.
Áhugamál Sigurbjargar eru fjölbreytt. T.d. hefur hún gaman af ferðalögum, skíðaferðum, bridds, líkamsrækt, garðrækt og gróðri. Hún segist vera með lítinn garð heima en hún lærði aðeins um gróður þegar hún var í efnafræðinámi á sínum tíma. „Þá var grasafræði aukaáhugamál.“ Sigurbjörg og Hreinn eiga þrjú börn; Sigrúnu, Kristínu og Kára og fjögur barnabörn; Ara, Ástu, Atla og Eygló.
Nýjar myndir
október 7th, 2008Of mikið að gera
september 10th, 2008Í dag gerði ég tilraun til þess að aflæsa hurðinni á sameigninni með fjarstýringunni á bílnum…..TVISVAR…og skildi ekkert í því afhverju hurðin var læst þegar ég reyndi að opna hana. Hvað segir það um mig. Já er ekki búin að sofa nóg.
Of mikið að gera hjá mér þessa dagana til að skrifa hérna enda er maður ekkert heima til að fylgjast með hvernig ungviðið dafnar. Barnið búið að:
- taka fyrsta skrefið óstudd
- læra að segja pabbi (og mamma auðvitað)
- læra að segja bless og bæ bæ
- læra að vinka eins og hún fái borgað fyrir það
- mastera hvernig hægt er að halda foreldrunum uppteknum í því að sópa allan daginn því hún er mesti sóði sem fyrirfinnst norðan alpafjalla.
Allavega þá þarf að sópa daglega undan og úr stólnum hennar Eyglóar því sem nemur sæmilegri máltíð hjá vel settri fjölskyldu.
Over and out
Myndataka
ágúst 28th, 2008Fórum í myndatöku í sumar til Röggu ljósmyndara og ég setti nokkrar myndir í gallery-ið.
Ég stend sjálf
ágúst 12th, 2008Nýjar myndir
ágúst 7th, 2008Ég hafði það af að setja inn júní og júlí albúm hjá Eygló í kvöld.
Update: komin sömu albúm hjá Atla.
Ef Eygló væri vél væri búið að henda henni. Litla matargatið borðar þyngd sína á hverjum degi án þess að það hafi nokkur sjáanleg áhrif á holdarfarið. Alltaf jafn fislétt og lipur og æðir um allt. Ofvirk segja sumir. Sjáum til með það.
Tungumálasérfræðingar líka búnir að greina heil 3 orð síðasta mánuðinn, DATT, ATTA (Ásta) og ATTI (Atli).